Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 14. apríl 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Hjörtur Logi: Set stefnuna á landsliðshópinn
Hjörtur Logi í leik með U21 landsliðinu.
Hjörtur Logi í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson er kominn á fulla ferð í boltanum eftir að hafa skipt yfir í norska úrvalsdeildarfélagið Sogndal. Hjörtur Logi var hjá Gautaborg í Svíþjóð en var úti í kuldanum þar.

„Það var búið að vera ljóst í nokkurn tíma að ég myndi skipta um lið enda fékk ég ekki mikinn spiltíma á síðasta tímabili. Það var spurning hvort ég myndi færa mig um set í Svíþjóð eða finna nýtt land. Sogndal kom upp og mér leist strax vel á það," sagði Hjörtur Logi í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

Jonas Olsson er þjálfari Sogndal og fékk Íslendinginn til liðsins.

„Hann var þjálfari Gautaborgar fyrsta tímabilið mitt. Hann fékk mig til Gautaborgar og þannig þekki ég hann."

„Það var ekki skemmtilegt að fá svona lítið að spila í Svíþjóð en ég vissi það fyrirfram að ég myndi ekki fá mikinn spiltíma. Ég átti ágætis samband við þjálfarann en ég hélt mér samt í góðu standi og reyndi alltaf að vera tilbúinn. Þrátt fyrir að vera ekki mikið að spila hélt ég mér gangandi líkamlega og andlega"

„Fyrst og fremst er markmið Sogndal að halda sér í deildinni. Þetta er líklega minnsti klúbburinn í úrvalsdeildinni en það er vel haldið um allt og þeir reyna að vera eins faglegir og þeir geta. Okkur gekk vel á undirbúningstímabilinu og við bjuggum þannig til væntingar,"

Nú þegar Hjörtur Logi er byrjaður að spila á fullu setur hann stefnuna á að komast í landsliðshópinn fyrir undankeppni EM. Hann kann vel við sig í Sogndal þrátt fyrir að bærinn sé eiginlega bara stærri útgáfa af Reyðarfirði.

„Þetta er mjög rólegur bær og maður getur sett fókusinn á fótboltann og að hanga með strákunum. Það er ekki mikið annað að gera þarna. Hingað til hefur þetta samt verið mjög fínt," sagði Hjörtur Logi en viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner