þri 15. apríl 2014 19:00
Alexander Freyr Tamimi
Guardiola: Verðum að spila betur ef við ætlum í úrslit
Guardiola er ekki sáttur með sína menn.
Guardiola er ekki sáttur með sína menn.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern Munchen, segir að leikmenn sínir eigi enga möguleika á því að fara í þriðja úrslitaleik Meistaradeildarinnar í röð ef þeir fara ekki að spila betur.

Eftir að Bayern tryggði sér annan Þýskalandsmeistaratitil sinn í röð hefur liðið ekki verið upp á sitt besta og unnið einungis einn af fimm leikjum sínum.

Liðið mætir Kaiserslautern í undanúrslitum þýska bikarsins á miðvikudag og ræddi Guardiola einnig um Meistaradeildarleikina gegn Real Madrid.

,,Ef við spilum eins og við höfum gert í síðustu þremur deildarleikjum, þá erum við ekki að fara í neina úrslitaleiki," sagði Guardiola.

,,Við verðum að komast aftur á rétt skrið. Við erum í hættulegri aðstöðu. Ef við spilum í Madríd eins og ið höfum gert undanfarið eigum við enga möguleika."
Athugasemdir
banner
banner