Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. apríl 2014 22:33
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Telegraph 
Manchester United ætlar að kaupa Shaw fyrir HM
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að ganga frá kaupunum á bakverðinum Luke Shaw fyrir 30 milljónir punda áður en Heimsmeistaramótið hefst í sumar.

Þetta segja heimildir breska dagblaðsins Telegraph, en United virðist vera að hafa betur í baráttunni við Chelsea um undirskrift þessa stórefnilega leikmanns.

Þó að framtíð David Moyes sem stjóra United sé enn í mikilli óvissu er forráðamenn félagsins staðráðnir í að ná þeim leikmönnum til félagsins sem Skotinn lýtur á sem lykilmenn fyrir framtíð félagsins.

Shaw er einn af þeim og hefur hann verið eyrnamerktur sem arftaki Patrice Evra hjá félaginu. Búist er við að Frakkinn yfirgefi Old Trafford í sumar eftir átta ára dvöl.

Þá segir í sömu frétt hjá Telegraph að njósnarar United hafi fylgst með Þjóðverjanum Marco Reus, leikmanni Borussia Dortmund, í 3-0 sigri Dortmund á FC Bayern um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner