Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. apríl 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Kaiserslautern sýndi mikið hugrekki
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München í Þýskalandi, var að vonum ánægður með 5-1 sigur liðsins á Kaiserslautern í undanúrslitum þýska bikarsins í gær.

Bayern fór létt með Kaiserslautern en liðið sigraði með fimm mörkum gegn einu en Bastian Schweinsteiger og Toni Kroos skoruðu ásamt þeim Thomas Müller, Mario Mandzukic og Mario Götze.

,,Kaiserslautern sýndi mikið hugrekki frá byrjun. Við áttum í vandræðum með að halda bolta innan liðsins," sagði Guardiola.

,,Það er aldrei auðvelt að skora fimm mörk, sama við hvaða andstæðing þú ert að spila."

,,Ég er ánægður með baráttuna hjá okkur og ég get ekki beðið eftir því að spila úrslitaleikinn,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner