lau 19. apríl 2014 07:45
Ívan Guðjón Baldursson
Nigel Adkins: Wigan besta lið sem við höfum spilað við
Nigel Adkins telur Wigan erfiðustu andstæðingana og hlakkar eflaust ekkert sérstaklega til að mæta þeim aftur í umspili ef bæði lið ná þangað
Nigel Adkins telur Wigan erfiðustu andstæðingana og hlakkar eflaust ekkert sérstaklega til að mæta þeim aftur í umspili ef bæði lið ná þangað
Mynd: Getty Images
Nigel Adkins, þjálfari Reading, var ósáttur eftir þriggja marka tap sinna manna gegn Wigan og hrósaði andstæðingum sínum í hástert fyrir frábæra frammistöðu.

Reading er, eftir tapið, einu stigi frá umspilssæti á meðan Wigan er í góðri stöðu í umspilsbaráttunni, sex stigum yfir Reading.

,,Wigan er besta lið sem við höfum spilað við á tímabilinu, þeir sköpuðu fleiri vandamál fyrir okkur en nokkuð annað lið," sagði Adkins.

,,Frá mínu sjónarhorni var frammistaða okkur hvergi nærri því sem ég bjóst við. Mörkin þrjú sem við fengum á okkur eru öll því leikmenn mislásu leikinn og eltu ekki hlaup andstæðinganna.

,,Við erum ennþá í umspilsbaráttunni. Það eru þrír leikir eftir og við verðum að gefa okkur alla í þessa síðustu leiki.

,,Við þurfum þrjá sigra og það sem skiptir mestu máli er hugarfar leikmanna, þeir verða að vera sjálfviljugir til að hlaupa gegnum vegg.

,,Við komumst aldrei nálægt frábærri hreyfanlegri miðju Wigan í dag og náðum ekki að halda boltanum. Við höfum verið góðir á útivelli hingað til en vorum við lélegir í dag eða Wigan svona góðir?"

Athugasemdir
banner
banner