Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. apríl 2014 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Stoke átti ekki að fá vítaspyrnu
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er ánægður með stigið sem Cardiff nældi sér í gegn Stoke í dag.

Leiknum lauk 1-1 þar sem bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum. Solskjær segir þó að vítaspyrna Stoke hafi ekki verið réttmæt, en Mark Hughes, stjóri Stoke, segir það sama um vítaspyrnu Cardiff.

,,Stoke átti ekki að fá vítaspyrnu. Dómarinn þarf að taka ákvörðun og þó að leikmaðurinn hafi bara dottið þá var dæmt vítaspyrnu," sagði Solskjær eftir leikinn.

,,Þetta er gott stig en við verðum að þakka markverðinum okkar fyrir að tryggja stigið með markvörslunni í endan.

,,Það hefði verið erfitt að halda liðinu uppi með tapi hér í dag en núna höfum við virkilega, virkilega góða möguleika."

Athugasemdir
banner
banner
banner