Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. apríl 2014 17:01
Daníel Freyr Jónsson
England: Everton kláraði slakt lið United í fyrri hálfleik
Kevin Mirallas fagnar marki sínu.
Kevin Mirallas fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Moyes sá United tapa í 11. sinn á tímabilinu.
Moyes sá United tapa í 11. sinn á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 0 Manchester Utd
1-0 Leighton Baines ('28 , víti)
2-0 Kevin Mirallas ('43 )

Everton lagði í dag Manchester United í annað sinn á tímabilinu þegar Rauðu djöflarnir mættu á Goodison Park.

Lokatölur urðu 2-0 þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik, en það fyrra gerði Leighton Baines úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að boltinn fór í hönd Phil Jones.

Kevin Mirallas bætti við öðru marki undir lok hálfleiksins með marki eftir skyndisókn.

Leikmenn United náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit gegn kraftmiklu liði heimamanna. Gestirnir fengu til að mynda ekki almennilegt færi fyrr en undir lokin þegar Tim Howard varði frá Wayne Rooney í dauðafæri.

Everton er eftir sigurinn áfram í 5. sæti og er einu stigi á eftir Arsenal sem situr í 4. sætinu. United er hinsvegar í sjöunda sæti og á enga möguleika lengur á að ná í Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner