sun 20. apríl 2014 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Moyes: Undirbúningur kominn af stað fyrir næsta tímabil
Mynd: Twitter
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, var vonsvikinn með 2-0 tap liðsins gegn sínum gömlu félögum í Everton í dag.

Leighton Baines og Kevin Mirallas sáu til þess að Everton fagnaði tveggja marka sigri í dag en liðið berst um Meistaradeildarsæti.

,,Við vorum mikið með boltann, spiluðum vel og stjórnuðum meiri hluta leiksins en við vorum ekki nógu beittir fram á við og við vorum slakir þegar þeir beittu skyndisóknum. Við gáfum tvö mörk," sagði Moyes.

,,Ég hef ekkert um vítaspyrnuna að segja en þetta voru skelfileg mistök því David De Gea hefði bara tekið boltann upp."

,,Við munum gera okkar besta í að reyna að vinna síðustu fjóra leikina. Undirbúningurinn er þegar kominn af stað varðandi bætingu fyrir næstu leiktíð til þess að gera okkur kleift að keppast um efstu sætin," sagði Moyes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner