þri 22. apríl 2014 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Terry ekki með gegn Liverpool - Líklega frá út tímabilið
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, hefur staðfest að John Terry, leikmaður liðsins, verði ekki með gegn Liverpool um helgina og gæti farið svo að hann missi af restinni af tímabilinu.

Terry meiddist á 71. mínútu leiksins gegn Atletico Madrid í kvöld en leikurinn endaði með markalausu jafntefli á Vicente Calderon leikvanginum í Madríd.

David Luiz, liðsfélagi hans, virtist óvart stíga aftan í ökkla hans sem varð til þess að hann meiddist en hann haltraði á vellinum áður en honum var skipt af velli.

Mourinho staðfesti að Terry verði ekki með í mikilvægum leik í titilbaráttunni gegn Liverpool um helgina en Petr Cech, markvörður Chelsea, verður þá einnig frá.

,,Tímabilið er búið hjá Petr Cech og við þurfum að komast í úrslitaleikinn til þess að John Terry spili aftur á tímabilinu," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner