Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. apríl 2014 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Independent: Ferguson ræður því hver tekur við Man Utd
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, fær að ráða hver tekur við félaginu í sumar en Independent og Daily Star greina frá þessu á morgun.

Ferguon hætti með Manchester United eftir síðustu leiktíð þar sem hann gerði liðið að enskum meistara en hann valdi David Moyes til þess að taka við af sér.

Moyes hafði gert fína hluti með Everton í meira en áratug en honum tókst hinsvegar ekki að gera það sama hjá Man Utd og er liðið nú úr öllum keppnum á þessu tímabili og þá lítur út fyrir að liðið nái ekki Evrópusæti.

Moyes var látinn fara í morgun en talið var að Ferguson myndi ekki hafa neitt að segja um næsta stjóra félagsins. Independent og Daily Star eru þó á öðru máli en hann mun eiga þátt í því að velja næsta stjóra.

Lous van Gaal og Carlo Ancelotti hafa komið sterklega til greina en Van Gaal þykir í augnablikinu líklegasti kosturinn.
Athugasemdir
banner