Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. apríl 2014 08:35
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill mann með mikla reynslu
Powerade
Louis van Gaal er sterklega orðaður við Manchester United.
Louis van Gaal er sterklega orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Manchester United og stjórastaðan er aðalefnið í slúðurpakka dagsins.

Bryan Roy, fyrrum landsliðsmaður Hollands, segir að Louis van Gaal hafi alltaf dreymt um að stýra Manchester United. Roy lék undir stjórn Van Gaal hjá Ajax. (Daily Mirror)

Sir Alex Ferguson var meðal stjórnarmanna Manchester United sem ákváðu að reka David Moyes. Ákvörðunin var tekin á fundi á hóteli á sunnudagskvöld. (Daily Mail)

David Moyes fær ekki meira en fimm milljónir punda eftir brottreksturinn vegna klásúlu í samningi hans. (Daily Mail)

Moyes hyggst þjálfa næst lið utan Englands. (Daily Telegraph)

Sir Alex Ferguson mun taka þátt í að velja næsta stjóra Manchester United þrátt fyrir að hafa valið Moyes sem arftaka sinn. (Guardian)

Manchester United vill fá mann með mikla reynslu og eru Van Gaal og Carlo Ancelotti efstir á óskalistanum. (Independent)

Juventus vill kaupa Robin van Persie og Nani frá Manchester United í sumar. Kaupin verða meðal annars fjármögnuð með því að selja Paul Pogba til Paris St-Germain. (Daily Express)

Olivier Giroud (27 ára) sóknarmaður Arsenal vill ekki yfirgefa Emirates en hann hefur verið orðaður við önnur lið. (Inside Futbol)

Tottenham hefur áhuga á markverðinum Tim Krul (26) hjá Newcastle. Krul íhugar framtíð sína. (Daily Star)

Barcelona er tilbúið að selja Cristian Tello (22) ef félagið fær 8 milljóna punda tilboð. Liverpool hefur orðað við leikmanninn og þá ku AC Milan hafa áhuga. (TalkSport)

Arsenal og Manchester United hafa verið orðuð við Matthias Ginter hjá Freiburg en Borussia Dortmund er nálægt því að tryggja sér hæfileikaríka varnarmanninn. (Daily Express)

Jack Cork, 23 ára miðjumaður Southampton, er á óskalista Everton. Hann er metinn á 3 milljónir punda. (The Sun)

Gareth Bale er með flensu og óvíst með þátttöku hans í fyrri leik Real Madrid gegn Bayern München í kvöld. (Daily Mail)

Borussia Dortmund hefur áhuga á að fá Ciro Immobile (24) frá Torino til að fylla skarð Robert Lewandowski sem er á leið til Bayern München. (Sueddeutsche)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner