mið 23. apríl 2014 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Michel Vorm: Van Gaal besti kosturinn fyrir Man Utd
Michel Vorm
Michel Vorm
Mynd: Getty Images
Michel Vorm, markvörður Swansea City á Englandi, telur að hollenski þjálfarinn Louis van Gaal sé rétti kosturinn fyrir Manchester United en David Moyes var látinn taka poka sinn í gær og leitar enska liðið nú að arftaka hans.

Van Gaal er talinn líklegasti kosturinn í stöðunni sem stendur að taka við af David Moyes en Carlo Ancelotti og Jose Mourinho hafa einnig verið orðaðir við stöðuna.

,,Ég er hundrað prósent viss um að hann sé rétti kosturinn fyrir Manchester United eins og staðan er núna. Með hans reynslu og það sem hann hefur afrekað myndi klárlega henta Man Utd, sem og persónuleiki hans," sagði Vorm

,,Hann mun gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni ef hann kemur, sama hvaða liði hann tekur við," sagði Vorm að lokum.
Athugasemdir
banner
banner