Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. apríl 2014 16:00
Elvar Geir Magnússon
Segja að Deulofeu verði áfram hjá Everton næsta tímabil
Deulofeu í baráttunni í leik gegn Man City.
Deulofeu í baráttunni í leik gegn Man City.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið AS fjallar um leikmannamál Barcelona í blaði sínu í morgun. Búið var að dæma Barcelona í félagaskiptabann en því var síðan aflétt.

Kantframherjinn Gerard Deulofeu sem verið hefur hjá Everton á lánssamningi verður líklega áfram á láni hjá enska félaginu á næsta tímabili.

Þar sem banninu hefur verið aflétt er líklegt Ter Stegen og Alen Halilovic gangi í raðir Barcelona en fjöldi leikmanna hefur verið orðaður við spænska stórveldið.

Hefði banninu verið haldið til streitu var talað um að Barcelona myndi nota Deulofeu í sínum leikmannahópi næsta tímabil.

Leikmaðurinn er í miklum metum hjá Roberto Martinez, stjóra Everton.

Athugasemdir
banner
banner
banner