Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. apríl 2014 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Ferguson reyndi að bjarga Moyes - Woodward hlustaði ekki
Moyes bauð reglulega upp á þennan svip á leiktíðina.
Moyes bauð reglulega upp á þennan svip á leiktíðina.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, reyndi að koma í veg fyrir að David Moyes yrði rekinn frá félaginu en Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins hlustaði ekki. The Sun greinir frá þessu á morgun.

David Moyes var rekinn á þriðjudag eftir tíu mánuði í starfi en hann tók við af Sir Alex Ferguson eftir síðustu leiktíð.

Ferguson hafði þá gert Manchester United að meisturum en hann ákvað að kalla þetta gott og valdi Moyes til þess að taka við af sér.

Á tíma Moyes hjá Man Utd þá varði Ferguson landa sinn með kjafti og klóm en hann reyndi að koma í veg fyrir að hann yrði rekinn á neyðarfundinum sem fór fram eftir leikinn gegn Everton en The Sun greinir frá þessu í blaði sínu á morgun.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Man Utd, virtist þó ekki hafa hlustað á Ferguson og tók þá ákvörðun að reka Moyes.

Það hefur mikið gengið á síðan en Moyes vildi ekki þakka leikmönnum fyrir samstarfið enda hefur það komið á daginn að leikmenn báru litla virðingu fyrir Skotanum og að sumir þeirra hafi jafnvel hafið uppreisn gegn þessum fyrrum stjóra Everton.
Athugasemdir
banner
banner