Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
   mið 04. júní 2014 14:55
Fótbolti.net
Myndir: Árni Vill kominn með nýja klippingu
Faxið fékk að fjúka hjá Árna.
Faxið fékk að fjúka hjá Árna.
Mynd: Twitter
Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Breiðabliks, mun skarta nýrri hárgreiðslu á morgun þegar hann leikur með U21-landsliðinu gegn Svíum í vináttulandsleik á Akranesi.

Sigurður Egill Lárusson, liðsfélagi hans hjá U21-landsliðinu, tók myndina hér til hægri þar sem Árni er í klippingu.

Hér að neðan má svo sjá mynd sem Árni setti á Twitter eftir að hárið var fokið.

Árni var kominn með ansi mikið hár og var með hárgreiðslu sem minnti á þá sem Zlatan Ibrahimovic er með.

,,Ég var upphaflega að safna þessu fyrir frænku mína. Mér skilst að þetta sé ekki að skemma hjá konunum, þær eru að fíla þetta, þannig að býst við að vera áfram svona í sumar,“ sagði Árni í viðtali í lok apríl.
Athugasemdir
banner