sun 13. júlí 2014 10:11
Daníel Freyr Jónsson
Liverpool varð af 25 milljónum vegna bitmálsins
Luis Suarez.
Luis Suarez.
Mynd: Getty Images
25 milljón punda atvik?
25 milljón punda atvik?
Mynd: Twitter
Liverpool varð af um 25 milljónum punda á sölunni á Luis Suarez eftir að hann beit Giorgio Chiellini á Heimsmeistaramóinu.

Úrúgvæinn er við það að ganga í raðir Barcelona fyrir 75 milljónir punda af því að talið er.

Enskir fjölmiðlar fullyrða að þessi frábæri leikmaður hefði yfirgefið Liverpool í sumar, hvort sem að hann hefði bitið frá sér eða ekki.

Suarez fór á kostum með Liverpool í vetur og skoraði 31 mark í 33 úrvalsdeildarleikjum. Verðmiðinn á honum rauk upp og er talið að hann hafi verið metinn á um 100 milljónir punda af forráðamönnum Liverpool.

Búist hafði verið við miklu kaupstríði um leikmanninn, þá sérstaklega á milli Barcelona og erkifjendanna í Real Madrid.

Bitið hafi hinsvegar dregið mjög úr áhuga annarra liða á leikmannum, enda var þetta í þriðja sinn sem hann gerist uppvís að slíku athæfi. Því varð ekkert úr kaupstríðinu og Barcelona gat sest að samningaborðinu með Liverpool í rólegheitum. Ekki var þörf á að greiða riftunarklásúlu í samnngi Suarez upp á 100 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner