mið 28. júlí 2004 11:03
Magnús Már Einarsson
Arnar með mark fyrir Lokeren gegn Porto
Rúnar Kristinsson skammar dómarann í gær.  Leikmenn Porto reyna að róa hann niður.
Rúnar Kristinsson skammar dómarann í gær. Leikmenn Porto reyna að róa hann niður.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Arnar Grétarsson skoraði fyrra mark Lokeren úr vítaspyrnu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Porto í æfingaleik í gær en eins og flestir vita sigraði Porto Meistaradeildina síðasta vor. Arnar skoraði markið á 6.mínútu en hann lék allan leikinn með belgíska liðinu í gær líkt og Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson. Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður á sextugustu mínútu.

Lokeren - Porto 2-2
1-0 Arnar Grétarsson (Víti) 6.mínútu
1-1 Raul Meireles 53.mínútu
1-2 Bruno Alves 75.mínútu
2-2 Zoundi 88.mínútu
Athugasemdir
banner
banner
banner