Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. júlí 2014 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Hvað varð um rauða spjaldið sem Kassim fékk í kvöld?
Kassim Doumbia fékk rautt spjald í kvöld
Kassim Doumbia fékk rautt spjald í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dramatíkin var mikil á Kópavogsvelli í kvöld er FH lagði Breiðablik með fjórum mörkum gegn tveimur en Kassim "The Dream" Doumbia, varnarmaður FH, fékk þá að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks en hvað varð um spjaldið?

Doumbia fékk fyrst að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Árna Vilhjálmssyni, framherja Breiðabliks áður en hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir hendi er hann fór í skallaeinvígi.

Þá sauð uppúr en Doumbia var gríðarlega ósáttur með dóminn og ætlaði að ræna rauða spjaldinu af Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins. Jón Ragnar Jónsson, leikmaður FH, skarst einnig í leikinn og reyndi að ræna spjaldinu.

Það var þó einn leikmaður sem náði spjaldinu og var það belgíski leikmaðurinn Jonathan Hendrickx.

Hægt er að sjá myndasyrpu af þessu hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner