Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 22. júlí 2014 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Ashley Cole: Fólk heldur áfram að væla
Mynd: Getty Images
Ashley Cole, leikmaður AS Roma á Ítalíu, segir að ákvörðun hans um að ganga til liðs við Roma hafi ekki verið tengd peningum.

Cole yfirgaf Chelsea í sumar á frjálsri sölu en hann gekk til liðs við AS Roma á dögunum og gerði tveggja ára samning.

Hann var með tilboð frá fleiri félögum en félög frá Bandaríkjunum vildu fá hann í MLS-deildinni þar sem hann hefði orðið einn launahæsti maður deildarinnar.

Hann segir þó peninga ekki hafa spilað inn í ákvörðun hans en hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir að hafa gengið til liðs við Chelsea frá Arsenal á sínum tíma, þar sem peningar spiluðu ansi stórt hlutverk.

;,Áður en ég skrifaði undir hjá Roma þá var fólk þegar byrjað að gagnrýna mig fyrir að fara þangað," sagði Cole á Twitter.

,,Það talaði um að ég væri að velja Roma útaf peningum og það væri svo þægilegur lífstíll. Ég valdi að spila þarna því það er mikil samkeppni um stöðu í liðinu og samt heldur fólk áfram að væla."

,,Hvernig væri ef þið mynduð hafa áhyggjur af ykkar liði og ég af mínu? Ég er að tala um MLS-deildina þá að sjálfsögðu,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner