Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. júlí 2014 22:49
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Ritstjóri 433 sá rautt í sigri Augnabliks
Ómar Hákonarson, leikmaður Vængja Júpiters.
Ómar Hákonarson, leikmaður Vængja Júpiters.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Snævar fékk að líta rauða spjaldið er Augnablik sigraði Stokkseyri
Hörður Snævar fékk að líta rauða spjaldið er Augnablik sigraði Stokkseyri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var nóg um að vera í fjórðu deild karla í kvöld en Vængir Júpiters unnu þar meðal annars öruggan sigur á Ísbirninum.

Álftanes og Kári gerðu 1-1 jafntefli á Bessastaðavelli. Leó Daðason kom gestunum í Kára áður en heimamenn jöfnuðu metin undir lok leiks. Stefán Örn Arnarson fékk svo að líta rauða spjaldið í liði Kára undir lok leiks. Lokatölur 1-1.

Mídas lagði Stál-Úlf með þremur mörkum gegn tveimur. Sigurður Ólafur Kjartansson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk en óhætt er að segja að þau mörk hafi skilið liðin að í kvöld.

Léttir sigraði þá Örninn örugglega með fjórum mörkum gegn engu á meðan Kría vann Árborg, 1-2. Augnablik lagði þá Stokkseyri með einu marki gegn engu en undir lok leiks fékk Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is að líta rauða spjaldið.

Úrslit og markaskorarar:

A-deild:

Álftanes 1 - 1 Kári
0-1 Leó Daðason ('53 )
1-1 Magnús Ársælsson ('88 )
Rautt spjald: Stefán Örn Arnarson ('90, Kári )

B-deild:

Stál-Úlfur 2 - 3 Mídas
0-1 Markaskorara vantar ('6 )
1-1 Sigþór Marvin Þórarinsson ('24 )
1-2 Sigurður Ólafur Kjartansson ('33 )
1-3 Sigurður Ólafur Kjartansson ('69, víti )
2-3 Markaskorara vantar ('90 )

Vængir Júpiters 4 - 0 Ísbjörninn
1-0 Halldór Atlason ('34 )
2-0 Halldór Atlason ('39 )
3-0 Halldór Freyr Ásgrímsson ('72 )

Augnablik 1 - 0 Stokkseyri
1-0 Styrmir Másson ('39 )
Rautt spjald: Hörður Snævar Jónsson ('90, Augnablik )

C-deild:

Örninn 0 - 4 Léttir
0-1 Markaskorara vantar ('27 )
0-2 Ólafur Magnússon ('38 )
0-3 Markaskorara vantar ('45 )
0-4 Ólafur Magnússon ('83, víti )

D-deild:

Árborg 1 - 2 Kría
1-0 Eiríkur Raphael Elvy ('23, víti )
1-1 Kristinn Ólafsson ('71 )
1-2 Bjarki Már Ólafsson ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner