Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. júlí 2014 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Edvard Börkur Óttharsson (Leiknir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Tindastóll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edvard Börkur Óttharsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hann leikur með Leikni í 1. deildinni.

Edvard hóf knattspyrnuferilinn í Fram en skipti ungur til Vals. Í meistaraflokki hefur hann einnig leikið með Tindastól.

Fullt nafn: Edvard Börkur Óttharsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Lint, Rúnari má fannst þetta eitthvað voðalega fyndið

Aldur: 22 ára

Giftur/sambúð: Nei

Börn: Einn lítll prins

Kvöldmatur í gær: Kjúklinga súpa

Uppáhalds matsölustaður: Er mikill serrano maður

Hvernig bíl áttu: Hvítan Nissan micra

Besti sjónvarpsþáttur: Breaking bad, its always sunny in philadelphia og community

Uppáhalds hljómsveit: Er frekar mikil alæta þegar kemur að tónlist en það sem eg er að hlusta á núna er skálmöld, kygo og john legend

Uppáhalds skemmtistaður: Kaffi krókur klikkar aldrei

Frægasti vinur þinn á Facebook: Ætli það sé ekki bara Freyr Alexandersson

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Viltu hringja í mig?

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Nei alveg efast um það

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Joshua King

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Binni Hlö, en aftur á móti elska ég að spila með honum í liði

Sætasti sigurinn: Er afskaplega gleyminn þannig ég segi bara á móti Grindavík í fyrsta leik

Mestu vonbrigðin: Að detta útur bikarnum á móti ÍR

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Það væri fínt að fá einhvern sem kann á gítar til að tralla í klefanum svo ætli það sé ekki bara Jón Jónsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Burt með þessa hlaupabraut og gera alvöru gryfju

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Daði Bærings

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Gríski iðnaðarmaðurinn Eiríkur Ingi Magnússon

Fallegasta knattspyrnukonan: Sara Björk

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben yfirburða bestur

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hrannar Bogi Jónsson er alltaf með einhverja i sigtinu

Uppáhalds staður á Íslandi: Háaleitisbraut 123 og Leiknisheimilið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var að spila upp fyrir mig í 2.flokki kom inn á eftir 30 mín. og var búinn að vera inná í 5 mín og Kolbeinn Kára hafði verið að bögga Jónas Björgvin. boxara með meiru og hann stígur á hælana á honum og hleypur í burtu. Ég sem var 160 cm þá stend í sakleysi mínu fyrir aftan Jónas Björgvin og hann boxar mig niður og fær fyrir það rauða spjaldið. Það var ansi skemmtileg byrjun á 2. flokknum.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti skráði mfl. leikurinn var með Tindastól á móti Hetti

Besta við að æfa fótbolta: Vera í formi allan ársins hring og vinna leiki

Hvenær vaknarðu á daginn: Fer rosalega eftir því hvað ég er að fara gera, en 10-11 svona um helgar

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta og stundum NBA

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Valencia - Atletico Madrid

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Rauðum nike ctr360

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingin var ekki mín sterkasta grein

Vandræðalegasta augnablik: Örugglega þegar ég spilaði marga leiki í fyrrasumar með grímuna góðu

Skilaboð til Lars Lagerback: Komdu okkur á HM Lalli minn

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Ég hef aldrei fengið mér strípur!
Athugasemdir
banner
banner
banner