Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. júlí 2014 23:27
Jóhann Óli Eiðsson
Stuart McCall: Við áttum að klára þetta
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Getty Images
„Við hefðum átt að klára þetta í 2-1," sagði Stuart McCall þjálfari Motherwell eftir að drengirnir hans töpuðu 3-2 í framlengingu gegn Stjörnunni fyrr í kvöld.

Skotarnir komust yfir í eingvíginu í fjórgang en alltaf náðu Garðbæingarnir að jafna metin. Að lokum náðu þeir svo að komast yfir og það var meira en skosku drengirnir réðu við.

„Við komumst yfir en skutum okkur svo í fótinn með enn eini vítaspyrnunni. Áttum svo stórglæsilegt annað mark en fengum á okkur mark í lokin. Klaufalegt mark af okkar hálfu, hleyptum þeim í gegn alltof auðveldlega. Töpuðum einbeitingunni hreinlega.“

„Í upphafi framlengingarinnar vorum við hættulegri og fengum fáeina sénsa. Við vorum klaufar í vörninni, nýttum ekki okkar færi og svo var þetta þriðja mark eitthvað sem við réðum ekki við.“

„Strákarnir eru jafn vonsviknir og daprir og ég er. Við vorum yfir nánast allt einvígið og höfðum stjórn á þessu öllu en virtumst drepa á okkur eftir að hafa gert allt rétt fram að því. Hleypum þeim alltaf inn í leikinn á nýjan leik í stað þess að gera út um leikinn.“

„Ég held að úrslitin hafi ekki haft neitt með þreytu að gera. Fram í fyrri hálfleik framlengingarinnar þá vorum við betra liðið og stjórnuðum ferðinni. Þrjú víti og klaufaskapur er það sem skildi á milli hérna.“

„Vandræðaleg úrslit? Nei, alls ekki. Þetta er sterkt lið sem við vorum að leika gegn og þó við höfum átt að vinna og haft þetta í okkar höndum þá má ekki taka frá þeim að þeir unnu vel og sýndu mikla baráttu.“

Athugasemdir
banner
banner
banner