Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 25. júlí 2014 00:32
Elvar Geir Magnússon
Mangala virðist hafa samið við Man City
Mangala er 23 ára gamall.
Mangala er 23 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur gefið út myndband sem virðist sýna Eliaquim Mangala, varnarmann Porto, skrifa undir samning við Englandsmeistarana. Engin staðfesting hefur þó verið gefin út á því að Mangala sé orðinn leikmaður City.

Þessi franski landsliðsmaður var í Manchester fyrr í þessum mánuði og í myndbandinu sem hefur síðan verið fjarlægt sést hann gangast undir læknisskoðun.

Talsmaður Manchester City segir að brotist hafi verið inn í myndbandakerfi City TV á netinu, ekki væri búið að ganga opinberlega frá samningum.

Mangala kom til Porto 2011 frá Standard Liege og hefur samtals leikið 92 leiki. Í myndbandinu segist hann vera mættur til City til að vinna titla; deildina, bikarinn og Meistaradeildina.

Mangala var ónotaður varamaður hjá franska landsliðinu á HM í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner