banner
   fös 25. júlí 2014 09:45
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Vidal til Liverpool?
Powerade
Arturo Vidal.
Arturo Vidal.
Mynd: Getty Images
Iker Casillas er orðaður við Arsenal.
Iker Casillas er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr enska boltanum á þessum fína föstudegi.



Arturo Vidal, miðjumaður Juventus, hefur útilokað að ganga í raðir Manchester United. (Daily Mail)

Vidal gæti farið til Liverpool á 42,5 milljónir punda. (Metro)

Virgil van Dijk, varnarmaður Celtic, vill fara til Southampton en skoska félagið vill fá að minnsta kosti tíu milljónir punda fyrir Hollendinginn. (Daily Mirror)

Atletico Madrid hefur áhuga á Javier Hernandez framherja Manchester United. (Times)

Marko Marin leikmaður Chelsea gæti farið til Besiktas á láni. (Sun)

Everton er að kaupa bosníska miðjumanninn Muhamed Besic. (Guardian)

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, segir að hollenski varnarmaðurinn Ron Vlaar sé ekki til sölu en hann hefur verið orðaður við Tottenham. (Sun)

Vlad Chiriches, varnarmaður Tottenham, gæti verið á leið til Roma. (Daily Mirror)

Didier Drogba er á leið til Chelsea á nýjan leik. (Sun)

Arsenal hefur boðið Iker Casillas markverði Real Madrid fimm ára samning að andvirði 1,4 milljón punda á ári. Casillas er 33 ára í dag en hann er á förum frá Real Madrid. (Daily Express)

Manchester United ætlar að reyna að fá Hollendinginn efnilega Memphis Dempay. (Metro)

Meiðsli Andy Carroll þýða að Newcastle mun ekki fá hann aftur á heimaslóðir. (Newcastle Chronicle)

Leicester mun berjast við QPR og Crystal Palace um að fá Lewis Holtby á láni frá Tottenham. (Daily Star)

Per Mertesacker, Mesut Özil og Lukas Podolski munu allir missa af byrjun tímabilsins með Arsenal þar sem þeir fá lengra frí eftir HM. (Daily Mirror)

Ryan Giggs segir að Louis van Gaal stjóri Manchester United sé nýr Sir Alex Ferguson. (Telegraph)

Tom Ince, nýjasti leikmaður Hull, reiknar ekki með að fá neina sérstaka meðhöndlun hjá Steve Bruce stjóra liðsins þó þeir hafi þekkst alla tíð. (Daily Mirror)

Frank Lampard hafnað tilboðum frá Englandi til að ganga í raðir New York City FC. (Manchester Evening News)

Steven Gerrard er að ganga frá árs framlengingu á samningi sínum við Liverpool. (Liverpool Echo)

Jordan, sonur Henrik Larsson, hefur fetað í fótspor pabba með því að ganga í raðir Helsingborg. (Euronews)
Athugasemdir
banner
banner
banner