sun 27. júlí 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Vertu með í síðari hlutanum í Draumaliðsdeildinni
Mynd: Draumaliðsdeildin
Kristján Gauti hefur mokað inn stigum í sumar en hann mun ekki gefa fleiri stig þar sem hann er farinn til NEC Nijmegen.
Kristján Gauti hefur mokað inn stigum í sumar en hann mun ekki gefa fleiri stig þar sem hann er farinn til NEC Nijmegen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þrettánda umferðin í Draumaliðsdeild Domino's, opinberum Draumaliðsdeildarleik Pepsi-deildarinnar í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta fer fram áí dag.

Það er ekki of seint að vera með. Skráðu þig til leiks á slóðinni dominos.fotbolti.net.

Síðari hluti Draumaliðsdeildarinnar hófst í síðustu umferð en Nýherji gefur frábæra Lenovo Yoga fartölvu fyrir sigurvegara seinni hlutans.

Gaman ferðir gefa glæsilega ferð fyrir tvo á leik í enska boltanum til sigurvegara heildarkeppnar Draumaliðsdeildar Domino's.
.
Markaðurinn er opinn og hægt er að breyta liði sínu þar til klukkan 16:00 í dag. Ein breyting er leyfileg á milli umferða en hægt er að gera fleiri breytingar með því að nota ,,wildcard" sem nota má einu sinni á tímabili.

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis!

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Draumaliðsdeild Domino's er opinber samstarfsaðili Íslensks Toppfótbolta og er starfræktur með leyfi hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner