Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 25. júlí 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Haraldur Björns til Östersund (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Haraldur Björnsson hefur gengið til liðs við Östersund í sænsku B-deildinni en Vísir greinir frá þessu.

„Ég vildi prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref á mínum ferli,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag.

Haraldur hefur verið á mála hjá norska félaginu Sarpsborg síðan árið 2012 en á þessu ári hefur hann leikið á láni með Strömmen í norsku B-deildinni. Í fyrra lék hann á láni með Fredrikstad í sömu deild.

Haraldur gerir eins og hálfs árs samning við Östersund með möguleika á árs framlengingu.

Östersund er í sjötta sæti B-deildarinnar í Svíþjóð með 25 stig eftir sextán umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner