Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. júlí 2014 22:11
Jóhann Ingi Hafþórsson
3. deild: Berserkir og Grundafjörður með sigra
Grundfirðingar unnu Magna í kvöld á heimavelli sínum.
Grundfirðingar unnu Magna í kvöld á heimavelli sínum.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Tveimur leikjum var að ljúka í 3. deildinni nú rétt í þessu.

Annars vegar vann Grundafjörður 2-1 sigur á Magna á Grundafirði á meðan ÍH beið lægri hlut gegn Berserkjum í Hafarfirði en þar uðru lokatölur 2-3.

Grundfirðingar gætu barist um sæti í 2. deildinni að ári en þeir eru aðeins einu stigi frá 2. sætinu ásamt því að eiga leik til góða á Magna sem sitja þar núna.

Magni hefði getað með sigri komist í þæginlega stöðu í 2. sætinu en sigur Grundfirðinga situr töluvert meiri spennu í deildina. Danijel Smijkovic og Jose Andew skoruðu mörkin í dag.

Berserkir sigruðu svo ÍH í hörkuleik og eru líka aðeins stigi frá öðru sætinu en ÍH hefði með sigri einmitt getað komist í þetta annað sæti.

Baráttan um annað sæti er því gríðarleg en Höttur og KFR eru líka í sömu baráttu.



Grundafjörður 2 – 1 Magni
1-0 Danijel Smijkovic
2-0 Jose Manuel Peret Andrew
2-1 Markaskorara Vantar

ÍH 2 – 3 Berserkir
0-1 Markaskorara Vantar (´30)
1-1 Andri Geir Gunnarsson
1-2 Markaskorara Vantar
1-3 Markaskorara Vantar
2-3 Eiríkur Viljar H Kúld

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner