lau 26. júlí 2014 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Calum Chambers á leið til Arsenal
Calum Chambers í leik gegn verðandi félagi sínu.
Calum Chambers í leik gegn verðandi félagi sínu.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur samið um kaupverð á Calum Chambers, leikmanni Southampton.

Hinn 19 ára gamli Chambers, getur spilað sem hægri bakvörður, miðvörður eða miðjumaður hefur lengi verið talinn einn af efnilegustu leikmönnunum í enskum fótbolta og svo virðist sem Arsenal hafi unnið kapphlaupið um leikmanninn og samþykkt kaupverðið sem gæti farið upp í 20 milljón pund.


Talið er að Chambers hafi nú þegar farið í lækniskoðun og er talið að Arsenal borgi Southampton 13 milljónir punda til að byrja með.

Talið var að Brendan Rodgers, stjóri Liverpool hafi haft áhuga á kappanum, en Chambers kaus að fara til London og spila fyrir Arsene Wenger.

Chambers átti fjögur ár eftir af samningi sínum við Southampton en varð spenntur um leið og Arsenal var talið hafa áhuga.

Athugasemdir
banner
banner
banner