Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. júlí 2014 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Julio Cesar kominn aftur til QPR
Julio Cesar í leik með QPR
Julio Cesar í leik með QPR
Mynd: Getty Images
QPR hefur kallað Julio Cesar, markmann brasilíska landsliðsins, úr láni frá Toronto FC.

Hinn 34 ára gamli leikmaður fór í MLS deildina í febrúar eftir að hafa fengið afar lítið að spila á síðustu leiktíð þar sem, Robert Green varði mark liðsins á leiktíðinni en QPR komst einmitt upp í deild þeirra bestu eftir sigur á Derby í umspilssleik.

Tíðindin koma ekki á óvart þar sem þjálfari Toronto, Ryan Nelsen hafði áður sagt að Cesar færi aftur til Englands eftir HM.

Markmaðurinn spilaði allar mínútur Brasilíu á HM, en eins og flestir vita enduðu heimamennirnir í fjórða sæti eftir vonbrigði í undanúrslitum, sem og leiknum um þriðja sætið.

Green skrifaði undir tveggja ára samning við QPR í júlí en óvíst er um hvað næsta skref Cesar verður.
Athugasemdir
banner
banner