Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. júlí 2014 13:20
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: HereIsTheCity 
Forseti Atletico: Mandzukic besti framherji Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, telur að Mario Mandzukic, sem kom til liðsins í sumar frá FC Bayern, sé betri framherji en Diego Costa, sem var seldur til Chelsea í sumar.

Spánarmeistarar Atletico seldu Costa á 32 milljónir punda til Chelsea í sumar, en Costa fór á kostum og skoraði 36 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili.

,,Costa er frábær framherji en okkur líkar vel við Mandzukic og munum aðlaga leik okkar að honum. Fyrir mér er Mandzukic besti framherji Evrópu," sagði Cerezo.

Mandzukic kemur frá Þýskalandsmeisturunum í FC Bayern en hann skoraði 26 mörk í öllum keppnum þrátt fyrir að hafa ekki verið mjög mikið í byrjunarliði Pep Guardiola, þjálfara Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner