Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. júlí 2014 14:20
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports 
Mourinho vildi ekki borga Shaw há laun
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Chelsea segir að Chelsea hafi hætt við kaup á Luke Shaw, bakverði Southampton sem nú er genginn til liðs við Manchester United, vegna launakrafna leikmannsins.

Ashley Cole er farinn til Roma og því þurfti Chelsea að kaupa bakvörð í hans stað, en það verður hlutskipti Filipe Luis sem kemur frá Atletico Madrid.

,,Ef við borgum þetta til 19 ára stráks sem við vorum beðnir um, þá værum við dauðans matur. Við myndum drepa stöðugleika okkar í ,,Financial fair play" og drepa stöðugleikan í klefanum"

,,Það er því að þegar þú borgar 19 ára krakka svona mikið, þá munu leikmenn banka á dyr félagsins daginn eftir. Þeir myndu spyrja af hverju 19 ára pjakkur kæmi hingað og fengi meiri peninga en þeir sem hafa unnið titla og spilað fleiri hundruð leiki fyrir félagið. "
Athugasemdir
banner
banner
banner