Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 27. júlí 2014 22:23
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Hefði ekki orðið hissa hefðu þeir skorað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er vonandi sterkt stig fyrir okkur,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks á útivelli gegn KR.

„Kannski hefðum við tekið stigið fyrir leik en eins og leikurinn spilaðist þá höfðum við tækifæri til að vinna leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára þetta.“

„Við viljum fleiri stig. Eftir síðasta leik vorum við súrir því þar höfðum við færi á að taka þrjú stig eftir að hafa verið manni fleiri um tíma. Okkur hefur ekki gengið nógu vel manni fleiri en ég get ekki kvartað yfir mínu liði. Strákarnir hafa lagt allt í sölurnar. Við vorum þéttir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur.“

„Þeir fóru illa með okkur síðast og uppstillingin hér í dag bar keim af því. Við vildum þétta miðjuna þar sem þeir fóru illa með okkur seinast og það tókst mjög vel. Við spiluðum ekki alveg nógu vel úr spilunum eftir spjaldið og þeir fengu líka sénsa. Eins og sumarið hefur verið hingað til þá hefði það ekki komið mér á óvart hefðum við fengið eitt í andlitið í restina.“

„Ég á ekki von á viðbótum. Við erum með mjög þéttan hóp en við missum að vísu tvo menn núna í Gísla Páli og Tómasi Óla. Gísli hefur verið okkar jafnbesti maður síðan ég tók við og þetta er blóðtaka fyrir okkur. En það koma menn í manns stað og við munum fylla þessi skörð.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner