Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. júlí 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Abou Diaby: Vongóður um að sleppa við meiðsli
Mynd: Getty Images
Abou Diaby, miðjumaður Arsenal, er kominn af stað á nýjan leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Hinn 28 ára gamli Diaby hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli en á níu árum hjá Arsenal hefur hann meiðst 39 sinnum.

,,Ást mín á fótbolta er það mikil að ég gat ekki hætt," sagði Diaby eftir að hafa spilað með Arsenal gegn New York Red Bulls um helgina en hann náði einungis að spila 16 mínútur á síðasta tímabili.

,,Ég er ennþá ungur og ég ætla að grípa tækifærið til að spila á ný. Ég reyni alltaf að vera jákvæður og það hefur hjálpað mér í endurkomunni."

,,Það er frábært að spila aftur. Núna vonast ég til að halda svona áfram. Hnéð mitt er í fínu lagi og ég hef lagt hart að mér við að komast í form. Ég er mjög vongóður um að sleppa við meiðsli. Ég hef lagt hart að mér undanfarið ár."

Athugasemdir
banner
banner