þri 29. júlí 2014 13:00
Elvar Geir Magnússon
Vidic spilar gegn Man Utd í kvöld
Nemanja Vidic á vítapunktinum.
Nemanja Vidic á vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic verður í eldlínunni í kvöld þegar Inter mætir Manchester United á Guinness International æfingamótinu.

Serbinn er að búa sig undir nýtt tímabil með Inter eftir að hafa yfirgefið herbúðir United.

„Allt sem ég er að upplifa er nýtt fyrir mér, allt frá andrúmsloftinu, nýjum liðsfélögum og aðferðarfræðinni til eldamennskunnar. En mér hefur verið ákaflega vel tekið," segir Vidic.

„Ég er að aðlagast því að spila í þriggja manna vörn. Æfingaleikurinn gegn Real Madrid gekk nokkuð vel og liðið fékk ekki mörg færi fyrir utan markið."

Leikur Inter og Manchester United í Bandaríkjunum hefst klukkan 23:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

„Þrátt fyrir að þetta sé bara æfingaleikur þá verður þetta sérstök tilfinning. Ég er að fara að hitta svo marga góða vini," segir Vidic.
Athugasemdir
banner
banner
banner