Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 29. júlí 2014 12:21
Magnús Már Einarsson
Indriði Áki í FH í dag
Indriði Áki Þorláksson.
Indriði Áki Þorláksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Indriði Áki Þorláksson mun ganga í raðir FH síðar í dag en þetta staðfesti Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar við Fótbolta.net í dag.

Einar Karl Ingvarsson gekk í raðir Vals í morgun frá FH og Indriði Áki mun fara í hina áttina.

Indriði er fæddur árið 1995 en hann hefur skorað níu mörk í 29 deildar og bikarleikjum með Val.

FH hefur misst framherjana Albert Brynjar Ingason og Kristján Gauta Emilsson í þessum mánuði.

Albert Brynjar gekk til liðs við Fylki á meðan Kristján Gauti samdi við NEC Nijmegen í Hollandi.

Til að styrkja sóknarleikinn kom Steven Lennon frá Sandnes Ulf fyrir helgi og nú er Indriði Áki einnig á leið í FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner