banner
   þri 29. júlí 2014 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Íslenska landsliðið komið í nýja treyju - Svipar til Sampdoria
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslensku landsliðin í knattspyrnu koma til með að leika í nýrri treyju í haust en liðin munu spila í þeim fram að hausti 2016.

Landslið skipta reglulega um útlit á treyjum en treyjan sem var birt í dag gæti verið síðasta treyjan undir merkjum Errea.

Nokkrir íþróttaframleiðendur hafa áhuga á að semja við KSÍ en liðin hafa leikið undir merkjum Errea í nokkur ár.

Ný treyja Íslands er gríðarlega flott en hún minnir svolítið á treyjurnar sem Sampdoria hefur spilað í undanfarin ár.

Hægt er að sjá treyjuna hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner