mið 30. júlí 2014 00:34
Brynjar Ingi Erluson
Yaya Toure: Ég verð áfram hjá Manchester City
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, leikmaður Manchester City á Englandi, verður áfram hjá félaginu næstu árin en þetta staðfesti hann í kvöld.

Toure, sem er 31 árs gamall miðjumaður, hefur verið akkerið í liði Man City undanfarin ár en talið var að hann myndi yfirgefa félagið í sumar.

Hann var ósáttur með að hafa ekki fengið afmælisóskir frá félaginu og þá lýsti hann yfir áhuga á að ganga til liðs við Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Hann hefur þó staðfest að hann komi til með að vera áfram hjá Man City næstu árin og að hann hafi ekki áhuga á að fara.

;,Þetta var ekki spurning um að yfirgefa klúbbinn eða ekki. Þetta er erfitt því að ástandið var mjög flókið. Þegar við þurftum að gera eitthvað þá þurftum við að koma með yfirlýsingu en það var eðlilegt fyrir mér því ég þurfti ekki að segja neitt," sagði Toure.

,,Ég ákvað að vera áffram. Ef þú segir það, þá segi ég það. Þetta var rétt ákvörðun í mínum augum og ég mun vera áfram hjá Man City eins lengi og möguleiki er á," sagði hann að lokum.

Yaya kom frá Barcelona árið 2010 en hann hefur spilað 184 leiki og skorað 51 mark.

Athugasemdir
banner
banner