Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 31. júlí 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Eiður Aron: Hef aldrei unnið KR
Eiður í leik gegn Stjörnunni um síðustu helgi.
Eiður í leik gegn Stjörnunni um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég held að ég hafi aldrei unnið KR og ég held að það sé kominn tími á að breyta því," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður ÍBV en liðið mætir KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins í Vestmannaeyjum í kvöld.

,,Það væri fullkomin byrjun á Þjóðhátíðarhelgi að hefna fyrir síðasta leik gegn KR. Þá töpuðum við 3-2 eftir að hafa komist 2-0 yfir. Við áttum að fá víti í stöðunni 2-0 sem hefði örugglega klárað þann leik en eftir það spiluðum við þetta vitlaust."

,,Við fengum mark í grímuna á 45. mínútu og síðari hálfleik komujm við út og ætluðum bara að verjast. Það gengur ekki á móti liði eins og KR, það þarf að gera meira en það."


Þjóðhátíð fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og búast má við stemningu á leiknum í kvöld.

,,Það verður öllu til tjaldað. Hvíti riddarinn, stuðningsmannaliðið úr handboltanum, mætir og þeir verða nokkur hundruð snar geðveikir strákar. Báturinn er fullur í hverri einustu ferð og það verður fjölmennt."

ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta í vor og Eiður vonast til að fótboltaliðið geti líka komið með bikar til Eyja í ár.

,,Það sáu það allir að þegar svona margir Eyjamenn koma saman og leggjast á eitt þá getum við hvað sem er," sagði Eiður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner