Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 31. júlí 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Sindri Snær: Er ekki að spila minn fyrsta fótboltaleik
Sindri kemur inn á gegn Blikum.
Sindri kemur inn á gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það hefur ekki verið nógu gott gengi í deildinni en það hefur gengið ágætlega í bikarnum. Við höfum sett aukin fókus á bikarinn og höfum undirbúið okkur mjög vel fyrir þennan leik," segir Sindri Snær Jensson markvörður KR en liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Borgunarbikarsins í dag.

Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, fékk rauða spjaldið gegn Blikum um síðustu helgi og er því í leikbanni í kvöld. Sindri Snær fær því það verkefni að standa á milli stanganna.

,,Ég flutti heim frá Danmörku í byrjun apríl og hef verið klár í slaginn síðan í byrjun maí, þá var ég kominn í ágætis form. Ég hef verið að bíða eftir að fá tækifæri, hvort sem það væru meiðsli eða rautt spjald hjá Stefáni. Nú er tækifærið komið og ég þarf að sýna að ég eigi skilið að spila."

,,Ég hef heyrt að fólk sé voða stressað að Stefán hafi fengið rautt en það er ekki eins og ég sé að spila minn fyrsta fótboltaleik. Ég spilaði í Pepsi-deildinni 2008, 2009, 2011 og 2012. Þetta er ekkert vesen."

Þjóðhátíð fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld og búast má við fleiri áhorfendum á Hásteinsvelli í kvöld en oft áður.

,,Það fólk sem ég þekki og er að fara á Þjóðhátíð, það er að fara á föstudeginum. Mamma mín og fleiri hafa reynt að ná í miða í bátinn en það var ekki bætt við siglingum út af þessum leik. Það eru margir sem komast ekki þess vegna. Ég vona samt að það verði 2000-3000 manns og góð stemning."

Rúnar vill að menn skili sér heim
Sindri Snær segir að leikmenn KR muni ekki vera eftir í Eyjum og taka langa Þjóðhátíð ef sigur vinnst í kvöld.

,,Það er skýr stefna hjá Rúnari (Kristinssyni) að við komum allir heim eftir leik. Við eigum frí um helgina og næsta æfing er á mánudag. Mönnum er frjálst að gera það sem þeir vilja og ef þeir vilja fara aftur til Eyja þá held ég að það sé minnsta málið."

,,En það var skýr stefna að menn komi heim eftir leik þó svo að ég hafi alveg viljað fara á þetta Húkkaraball, ég hef aldrei farið á það,"
sagði SIndri léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner