Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. ágúst 2014 12:30
Eyþór Ernir Oddsson
City vill bæta við sig miðverði
Zucolini er nýr leikmaður City en hann sést hér á myndinni
Zucolini er nýr leikmaður City en hann sést hér á myndinni
Mynd: Getty Images
Manchester City ætlar að kaupa einn leikmann til viðbótar áður en félagaskiptaglugginn lokar en þeir telja að liði sínu skorti einn miðvörð til viðbótar.

City hafa fengið Bacary Sagna, Fernando Reges, Willy Caballero og Bruno Zuculini í sumar en þeir vilja bæta breiddina í miðverðinum.

,,Við gerum ekki áætlanir fyrir hvert eitt leiktímabil í senn, við gerum áætlanir í tímabilum, og tímabilin geta verið þrjú til fimm leiktímabil," segir Soriano, framkvæmdastjóri City.

,,Fyrir ári vissum við hvaða stöður við þyrftum að bæta og við gerðum það. Við höfum nýjan hægri bakvörð, varnartengilið og munum fá nýjan miðvörð og þar við situr."

,,Við þurfum ekki að kaupa leikmenn bara til að kaupa. Við þurfum leikmenn sem liðið þarfnast því liðið þarf stöðugleika. Við erum með sterkt lið og þetta er annað árið sem þeir spila undir Pellegrini, svo að þeir munu gera mikið betur."

Athugasemdir
banner
banner
banner