Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. ágúst 2014 14:45
Eyþór Ernir Oddsson
Wenger: Vermaelen mögulega á förum
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir á fréttamannafundi að möguleiki er að Thomas Vermaelen yfirgefi Arsenal í sumar.

Per Mertesacker og Laurent Koscielny voru frábærir í miðvarðarstöðum Arsenal á seinustu leiktíð og héldu Vermaelen úr liðinu.

Vermaelen, sem er fyrirliði Arsenal, er talinn íhuga framtíð sína til að fá að spila meira en hann spilaði einungis 14 úrvalsdeildarleiki á seinustu leiktíð.

,,Vermaelen er meiddur, en það er möguleiki á að hann fari," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner