Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. ágúst 2014 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Danmörk: Sönderjyske vann íslendingaslag
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Silkeborg og Sönderjyske mættust í dag í dönsku úrvalsdeildinni.

Leikið var á Mascot Park, heimavelli Silkeborg. Sönderjyske vann að lokum 0-2 sigur.

Bojan Golubovic kom Sönerjyske yfir í byrjun seinni hálfleiks áður en Andreas Oggesen kláraði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok.

Bjarni Þór Viðarsson var í byrjunarliði Silkeborg og spilaði 66 mínútur.

Hallgrímur Jónasson spilaði allan tímann í liði Sönerjyske.

Sönerjyske er með fimm stig eftir þrjá leiki og situr sem stendur í öðru sæti en flest lið eiga leik inni á þá. Silkeborg hefur ekki farið vel af stað í deildinni og eru sem stendur í næst neðsta sæti með aðeins eitt stig.
Athugasemdir
banner