Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. ágúst 2014 21:34
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frank Lampard lánaður til Manchester City?
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
The Guardian greinir frá því í dag að Frank Lampard gæti farið til Manchester City á láni.


Manuel Pelegrini, stjóri City er talinn hafa mikið álit á Lampard og vill fá hann á láni þangað til í mars en þá hefst undirbúningstímabilið í Bandaríkjunum.

Queens Park Rangers þótti hvað líklegasti áfangastaður Lampard en hinn 36 ára gamli miðjumaður ku hafa meiri áhuga að fara til City.

Náist samningar er þetta gott fyrir báða aðila, Lampard getur haldið sér í formi á meðan að City nýtur krafta hans.

City ku vilja fleiri Englendinga í liðið sitt ásamt því að Lampard er ekki hættur með landsliðinu og vill fá að spila leiki til að heilla Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands.






Athugasemdir
banner
banner
banner