Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 02. ágúst 2014 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Jonny Evans tjáir sig um lífið með Van Gaal
Jonny Evans.
Jonny Evans.
Mynd: Getty Images
Jonny Evans, leikmaður Manchester United segir að Louis van Gaal sé tilbúinn að breyta öllu hjá Manchester United til að liðinu vegni betur en á síðustu leiktíð er liðið endaði í sjöunda sæti í deildinni.

Eftir að van Gaal tók við starfinu sem þjálfari Manchester United, hefur Hollendingurinn breytt ýmsu í æfingum liðsins.

Nýjir vellir og nýjar myndavélar hafa verið sett upp á Carrington, æfingarsvæði liðsins, til að hægt væri að greina leikmenn betur.

Hinn 62 ára gamli stjóri, hefur einnig breytt matartímum, en nú sita leikmenn á hringborðum til að hvetja þá til að tala meira saman.

Hann vill einnig að leikmenn tjái sig á ensku og eykur æfingálagið á leikmenn sem eru ekki í nægilega góðu formi til að gera þá klára fyrir næstu leiktíð.

,,Hlutirnir eru nákvæmari á æfingarsvæðinu. Það er búið að eyða miklum pening í það og leikmennirnir hafa séð myndavélarnar í kringum völlinn."

,,Við höfum séð að kerfið getur séð okkur á vellinum. Mörg lið nota það en við viljum gera það betur."

,,David Moyes skoðaði mikið af myndböndum á síðasta ári, en ekki eins vel og nú ert gert. Allt frá því í hvernig við klæðum okkur í það hvernig við borðum saman.

,,Hann er fljótur að hrósa þér ef þú gerir vel en fljótur að láta þig vita ef þú gerðir eitthvað rangt."

,,Það er augljóst að hann kom hingað til að breyta öllu," sagið Evans.
Athugasemdir
banner
banner
banner