lau 16. ágúst 2014 17:56
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry tryggði KR bikarmeistaratitilinn
KR-ingar lyfta bikarnum á loft.
KR-ingar lyfta bikarnum á loft.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
KR 2 - 1 Keflavík
0-1 Hörður Sveinsson ('14)
1-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('17)
2-1 Kjartan Henry Finnbogason ('90)

KR-ingar eru bikarmeistarar 2014 eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli í dag.

Kjartan Henry Finnbogason tryggði sigur KR með því að skora sigurmarkið af stuttu færi í uppbótartíma.

Keflavík skoraði fyrsta mark leiksins þegar Hörður Sveinsson kom boltanum í netið eftir varnarmistök. Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði svo af stuttu færi þremur mínútum síðar.

Bæði lið áttu stangarskot áður en flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur og allt stefndi í framlengingu þegar Kjartan Henry náði að skora!

Nánari umfjöllun og viðtöl koma inn síðar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner