mið 20. ágúst 2014 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Coerver Coaching Extra í Sporthúsinu í september
Mynd: Inga María Gunnarsdóttir
Mynd: Inga María Gunnarsdóttir
Coerver Coaching Extra er 8 vikna námskeið í hæfileikamótun fyrir alla drengi og stúlkur í 5. og 6. flokki í knattspyrnu.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum í Sporthúsinu, Kópavogi.

Coerver Coaching er æfinga og kennsluáætlun í knattspyrnu sem hentar öllum aldurshópum á öllum getustigum.

Coerver Extra er nýjung hjá Coerver Coaching og hjálpar iðkendum sérstaklega í sinni hæfileikamótun. Um er að ræða 20 klst af hágæða æfingum og góðri leiðsögn sem mætir hverjum iðkenda á þeim stað sem viðkomandi er.

Aðalmarkmið Coerver Coaching er að þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum. Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og leik. Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu. Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu. Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmarkmiðunum.

Þjálfari á námskeiðinu er Heiðar Birnir Torleifsson yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum.

Iðkendur f. 2005-2006 kl.13.50-15.05

Iðkendur f. 2003-2004 kl.15.05-16.20

Verð kr. 32.000,-

ATH 10% systkina afsláttur

Skráning er hafin hér http://coerver.is/shop/Knattspyrnuskoli og á póstfanginu [email protected].
Athugasemdir
banner
banner
banner