Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. ágúst 2014 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Spænski ofurbikarinn: Atletico náði mikilvægu jafntefli á Bernabeu
Raul Garcia og Fabio Coentrao í baráttunni í kvöld
Raul Garcia og Fabio Coentrao í baráttunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Real Madrid 1 - 1 Atletico Madrid
1-0 James Rodriguez ('81 )
1-1 Raul Garcia ('88 )

Real Madrid og Atletico Madrid gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrri viðureign liðanna í spænska ofurbikarnum á Santiago Bernabeu í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið fengu nokkur hálffæri en náðu ekki að gera sér almenninlega mat úr þeim.

Carlo Ancelotti, þjálfari Madrídinga, var þá ekkert sérstaklega ánægður með dómarann í fyrri hálfleiknum en hann lét hann heyra það í hálfleik.

Mario Mandzukic, framherji Atletico, tók upp á því að velta sér í grasinu eftir viðskipti sín við Sergio Ramos í vörn Real Madrid. Ramos virtist slá Mandzukic en á upptökum virtist það stórlega ýkt.

James Rodriguez kom Madrídingum yfir á 81. mínútu eftir laglega sókn. Hann skoraði úr miðjum teignum, hans fyrsta mark fyrir félagið frá því hann kom frá AS Monaco. Adam var þó ekki lengi í Paradís og jafnaði Raul Garcia metin sjö mínútum síðar eftir hornspyrnu.

Lokatölur 1-1 á Santiago Bernabeu en síðari leikurinn fer fram á VIcente Calderon leikvanginum í Madríd. Atletico er í þægilegri stöðu í einvíginu en ljóst er að seinni leikurinn verður gríðarlega öflugur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner