Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 20. ágúst 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Íþróttafréttamaður Inter Channel: Tvö vandamál hjá Inter
Roberto Scarpini, lýsandi á Inter Channel
Roberto Scarpini, lýsandi á Inter Channel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Scarpini, lýsandi hjá sjónvarpsstöð Inter, býst við öflugum leik á Laugardalsvelli á morgun er Inter mætir Stjörnunni í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Scarpini sér um að lýsa leik Stjörnunnar og Inter fyrir stuðningsmenn liðsins heima á Ítalíu. Hann er oft kallaður rödd Inter en stuðningsmenn félagsins þekkja hann vel enda sér hann um að lýsa öllum leikjum liðsins.

,,Ég held að þetta gæti orðið góður leikur. Ég held að þetta sé stærsti leikur lífsins hjá Stjörnumönnum, þeir eru að mæta frábæru félagi með fræga leikmenn en leikurinn er 90 mínútur þó svo það sé annar leikur eftir viku," sagði Scarpini við Fótbolta.net.

Margir leikmenn Inter eru ekki leikfærir og þá voru nokkrir leikmenn liðsins að hefja æfingar fyrir einungis tíu dögum síðan svo hópurinn er ekki í jafnvægi.

,,Inter er að byrja tímabilið á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Þó svo Inter er sterkara lið þá eru aðstæðurnar þannig að margt gæti breyst í þessu svo ég held að þetta verði mjög áhugaverður leikur."

,,Ég veit það ekki. Ég held að Inter undirbýr sig mikið fyrir leikinn og ég held að það sé svipað hjá þjálfara Stjörnunnar. Ég held að þetta gæti orðið áhugaverður leikur."


Inter er mætt aftur í Evrópukeppni eftir árs fjarveru en það er búist við miklu af liðinu.

,,Það er mikilvægt fyrir Inter að vera í Evrópu því við vorum ekki þar á síðustu leiktíð. Það er mikilvægt að komast áfram og ég held að leikmennirnir og þjálfarinn vilji þetta og muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma liðinu áfram."

,,Það eru tvö vandamál. Sumir leikmenn eru að koma úr meiðslum og sumir leikmenn sem voru að byrja að æfa fyrir tíu dögum. Þeir sem byrjuðu að æfa fyrir mánuði síðan eru í góðum málum svo hópurinn er ekki í jafnvægi."

,,Hann veit að það eru ekki allir tilbúnir í 90 mínutna leik og það er aðalvandamálið. Ég er viss um að nokkrir yngri leikmenn fá sénsinn en ég vona að Inter vinni þetta,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner