Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. ágúst 2014 08:00
Brynjar Ingi Erluson
NY Times fjallar um Stjörnuna - ,,Gerum eitthvað geggjað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildarlið Stjörnunnar er efst á baugi þessa stundina en liðið mætir Internazionale í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins hefur vakið mikla athygli, svo mikla að New York Times gerði grein um árangur þeirra.

Times ræðir um að Stjarnan hafi aðallega verið þekkt sem liðið sem bauð upp á mögnuð fögn en Stjarnan vakti einmitt heimsathygli fyrir það.

Bandaríska blaðið fékk Jóhann Laxdal, leikmann Stjörnunnar, til að ræða við sig en hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

,,Einn af liðsfélögum okkar var að veiða með pabba sínum fyrir leikinn og um leið fattaði hann hvernig við gátum gert þetta. Eftirnafn mitt þýðir Lax svo þetta var í raun fullkomið," sagði Jóhann.

,,Þetta var mjög fyndið hvernig við komumst að því að við myndum mæta Inter. Við vorum að fljúga frá Póllandi til Danmerkur og þegar við lentum þá komumst við að því að við fengum Inter. Það voru allir bara, WOW."

,,Kannski getum við gert eitthvað geggjað ef við vinnum. Við höfum ekki æft neitt en ég er svo steiktur þannig ég mun galdra eitthvað fram,"
sagði hann að lokum.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi einnig við NY Times en hann er afar spenntur fyrir leikjunum.

,,Þetta er stærsti leikur sem íslenskt félagslið hefur spilað. Ég get ekki beðið eftir þessu en ég er ekkert stressaður samt. Ég nýt hverrar sekúndu," sagði Rúnar Páll.

,,Við höfum spilað 21 leik nú þegar. Við erum með mikið sjálfstraust í hópnum og allir þekkja sitt hlutverk og við vitum hvernig Inter spilar," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner