Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. ágúst 2014 08:35
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Hernandez og Fellaini til Tottenham?
Powerade
Fellaini gæti verið á förum frá Manchester United.
Fellaini gæti verið á förum frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jovetic er orðaður við Roma.
Jovetic er orðaður við Roma.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Chelsea ætlar að bjóða 35 milljónir punda í William Carvalho miðjumann Sporting en Arsenal hefur einnig áhuga. (Abola)

Arseanl vill fá varnarmanninn Matija Nastasic frá Manchester City. Juventus hefur einnig lýst yfir áhuga. (Daily Express)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er að undirbúa 24 milljóna punda tilboð í Javier Hernandez og Marouane Fellaini leikmenn Manchester United. (Caughtoffside)

Vonir Fellaini um að fara annað virðast úr sögunni en hann er á hækjum eftir að hafa meiðst á æfingu. (Sun)

Jordan Ibe, kantmaður Liverpool, er á leið til Bolton á láni. (Daily Mirror)

John Arne Riise er félagslaus þessa dagana en hann segir Aston Villa hafa sýnt sér áhuga. (Sky Sports)

Marco Reus, framherji Borussia Dortmund, hefur hafnað tilboði frá Manchester United en þetta segir Enrique Cerezo forseti Atletico Madrid. Spánarmeistararnir hafa áhuga á að fá Reus í sínar raðir. (Daily Mail)

Malky Mackay vonast til að Wilfried Zaha kantmaður Manchester United verði fyrsti leikmaðurinn sem hann fær til Crystal Palace. (Daily Star)

Bryan Ruiz, leikmaður Fulham, er á leið til Werder Bremen á þrjár milljónir punda. (Daily Mail)

Roma hefur áhuga á Stefan Jovetic leikmanni Manchester City. (Tuttosport)

Francis Coquelin miðjumaður Arsenal er ekki á förum þrátt fyrir áhuga QPR. (Lefigaro)

Petr Cech mun óska eftir skýringu frá Jose Mourinho um framtíð sína eftir að hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu til Thibaut Courtois. (Independent)

Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur blásið á sögusagnir um að Ross Barkley verði frá keppni í fimm mánuði vegna hnémeiðsla. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner